Þjónusta

Rökstólar veita alhliða lögfræðiþjónustu, m.a. í samstarfi við sérhæfða lögmenn þegar svo ber undir.
Þjónustan er veitt á íslensku og ensku.

Eftirfarandi er stutt umfjöllun um þau réttarsvið sem Rökstólar hafa einkum sinnt.

 

 

Evrópuréttur

Rökstólar sinna verkefnum á sviði Evrópuréttar, s.s. ráðgjöf og túlkun löggjafar með hliðsjón af EES samningnum, kvartanir til Eftirlitsstofnunar EFTA og aðstoð við meðferð ríkisstyrkjamála.

Fjármálaþjónusta

Rökstólar koma að ýmsum verkefnum á sviði löggjafar um fjármálaþjónustu, s.s. túlkun laga, samningagerð, mótun innri reglna og skipulags, regluvörslu, ráðgjöf vegna ágreiningsmála og samskipta við eftirlitsaðila, o.fl. Þessu til viðbótar aðstoða Rökstólar stjórnendur við undirbúning undir hæfispróf Fjármálaeftirlitsins.

Störf Rökstóla á þessu sviði snúa ekki eingöngu að fjármálaþjónustufyrirtækjum (þ.m.t. lífeyrissjóðum) heldur geta útgefendur verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í Kauphöll einnig fengið aðstoð við gerð markaðstilkynninga og samskipti við kauphallir og fjármálaeftirlit.

Félagaréttur

Rökstólar veita ráðgjöf á sviði félagaréttar, s.s. varðandi kaupsamninga um hlutabréf, áskrift og aukningu hlutafjár, undirbúning og stjórn hluthafafunda, stofnun félaga, gerð samþykkta, gerð hluthafasamkomulags o.fl.

Samningagerð

Rökstólar sinna samningagerð og hvers konar ráðgjöf í tengslum við gerð, efndir og fullnustu samninga. Samningar hafa snúið að ýmsum sviðum lögfræðinnar, s.s. kröfurétti, hugverka -og eignarétti, vinnurétti o.fl.

Stjórnsýsluréttur

Rökstólar sinna ráðgjöf við rekstur ágreiningsmála á sviði stjórnsýsluréttar s.s. fyrir stjórnvöldum og umboðsmanni Alþingis.

Samkeppnis- og ríkisstyrkjamál

Rökstólar veita ráðgjöf á sviði samkeppnis- og ríkisstyrkjamála, m.a. vegna meðferðar ríkisstyrkjamála hjá Eftirlitsstofnun EFTA.

Vinnuréttur

Rökstólar veita ráðgjöf og sinna samningsgerð á sviði vinnuréttar, s.s. vegna ráðninga og uppsagna starfsmanna, gerð kaupréttarsamninga og starfslokasamninga.

Verjendastörf

Rökstólar sinna verjendastörfum og ráðgjöf vegna meintra efnahagsbrota.

Álitsgerðir og umsagnir

Rökstólar veita álit sitt á lagalegum atriðum fyrir viðskiptavini, hvort sem þau varða túlkun á samningum, lögum eða dómaframkvæmd eða öðru. Jafnframt er viðskiptavinum veitt aðstoð við könnun á áhrifum lagafrumvarpa og gerð umsagna til þingnefnda.