Rökstólar lögmannstofa hefur starfað frá árinu 2010 og leggur áherslu á markvissa og góða þjónustu með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Eigandi stofunnar er Jónas Friðrik Jónsson, hdl.

Rökstólar hafa aðsetur að Tjarnargötu 36 í Reykjavík.

Þurfir þú eða fyrirtæki þitt á aðstoð lögmanns að halda er þér boðið að hafa samband í síma 565-4450 eða með tölvupósti á netfangið rokstolar@rokstolar.is

Evrópuréttur

Rökstólar sinna verkefnum á sviði Evrópuréttar, s.s. ráðgjöf og túlkun löggjafar með hliðsjón af EES samningnum, kvartanir til Eftirlitsstofnunar EFTA og aðstoð við meðferð ríkisstyrkjamála.

Fjármálaþjónusta

Rökstólar hafa komið að fjölda verkefna er snúa að fjármálaþjónustu og réttarreglum á því sviði. Einnig hafa Rökstólar aðstoðað stjórnendur við undirbúning undir hæfispróf Fjármálaeftirlitsins.

Félagaréttur

Rökstólar veita ráðgjöf á sviði félagaréttar, s.s. varðandi kaupsamninga um hlutabréf, áskrift og aukningu hlutafjár, undirbúning og stjórn hluthafafunda, stofnun félaga, gerð samþykkta, gerð hluthafasamkomulags o.fl.

Samningagerð

Rökstólar sinna samningagerð og hvers konar ráðgjöf í tengslum við gerð, efndir og fullnustu samninga. Samningar hafa snúið að ýmsum sviðum lögfræðinnar, s.s. kröfurétti, hugverka -og eignarétti, vinnurétti o.fl.